Friday, October 26, 2012

Frábær smáréttur með fordrykknum

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er afar einfaldur, ferskur og flottur með góðu freyðivíni t.d. Faustino frá Spáni.

Hrámarineraður saltfiskur

400 g saltfiskur,roðhreinsaður og skorinn í litla bita
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
1/2 rauð paprika, smátt söxuð
1 msk. saxað ferskt basil
2 msk. graslaukur, smátt saxaður
safi af 1 sítrónu
1-2 msk. olía
pipar

Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli í 2-4 klst. 
Setjið í lítil staup eða glös og dreyfið örlitlu sítrónumæjónesi yfir. 

Sítrónumæjónes:
2-3 msk. mæjónes
rifinn börkur af sítrónu
1/2 msk. sítrónusafi
1/2 tsk. worchestershire-sósa

No comments:

Post a Comment