Monday, November 5, 2012
Notalegheit á sunnudegi
Lamb í Le Creuset
Ég keypti 1/2 úrbeinað læri í kjötborðinu í Hagkaup í Kringlunni fyrir helgina. Sá það strax fyrir mér í Le Creuset pottinum mallandi við lágan hita með hvítlauk og kryddjurtum. Á meðan brá ég mér í 20 ára afmæli Bjarka frænda og þáði brauðtertu og köku. Ekta sunnudagur!
Lærið sem sagt fór í pottinn kl 15 með nokkrum hvítlauksgeirum, rósmaríngreinum, sítrónubátum, skalottlaukum og salti og pipar. Stillti ofninn á 110°C og lét þetta allt malla í ofninum til kl 7. Kjötið var frábært, bráðnaði í munni og varla þurfti hníf til að skera það. Við höfðum ofnsteiktar kartöflur, sveppasósu og ORA baunir sem meðlæti.
Sveppasósu geri ég venjulega þannig:
steiki sveppi í smjöri þar til þeir eru farnir að brúnast og bæti þá vatni út í pottinn. Þá er kjötkrafti bætt út í og látið sjóða við vægan hita í 15-20 mín. Í lokin er rjóma bætt út í og sósujafnara(ef vill). Saltað og piprað eftir smekk.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment