Tuesday, November 27, 2012

Uppgötvun

Í kvöld eldaði ég mat sem ég hef ekki eldað sl 6-8 ár ... soðin ýsa, kartöflur og smjör - og auðvitað rúgbrauð með.
Það er í raun og veru undarlegt að þetta skuli ekki vera oftar á borðum því þetta er ótrúlega gott og ekki síður einfaldur og fljótlegur réttur. Eldamennskan tók 15 mín. eða þann tíma sem kartöflurnar þurftu. Og - ég er búin að komast að því afhverju ég er ekki oftar með þennan rétt - það vantar slökunina við eldamennskuna, vantar að saxa, skera, krydda, smakka, hræra og pæla ...

No comments:

Post a Comment