Wednesday, March 20, 2013

Sunnudagssteikin á teikniborðinu



Ég rakst á lambasmásteik í kjötborðinu í Hagkaup á góðu verði eða rúmlega 1200 kr. kg. Og það kemur ekkert annað til greina en að elda eitthvað gott úr því í Le Creuset pottinum. Ég ætla því að leggjast í pælingar fram að helgi hvað ég ætla að gera úr þessum góðu bitum fyrir sunnudagshitting fjölskyldunnar. Meira síðar ...

Monday, March 11, 2013

Saltfiskur með stökkum hjúp

Saltfiskur er eitt uppáhaldshráefnið mitt og bíður upp á endalausa möguleika.

2 egg
1 dl hveiti
2-3 dl brauðmylsna
2-3 msk. rifinn parmesanostur