Það er í raun og veru undarlegt að þetta skuli ekki vera oftar á borðum því þetta er ótrúlega gott og ekki síður einfaldur og fljótlegur réttur. Eldamennskan tók 15 mín. eða þann tíma sem kartöflurnar þurftu. Og - ég er búin að komast að því afhverju ég er ekki oftar með þennan rétt - það vantar slökunina við eldamennskuna, vantar að saxa, skera, krydda, smakka, hræra og pæla ...
Tuesday, November 27, 2012
Uppgötvun
Í kvöld eldaði ég mat sem ég hef ekki eldað sl 6-8 ár ... soðin ýsa, kartöflur og smjör - og auðvitað rúgbrauð með.
Monday, November 5, 2012
Notalegheit á sunnudegi
Lamb í Le Creuset
Ég keypti 1/2 úrbeinað læri í kjötborðinu í Hagkaup í Kringlunni fyrir helgina. Sá það strax fyrir mér í Le Creuset pottinum mallandi við lágan hita með hvítlauk og kryddjurtum. Á meðan brá ég mér í 20 ára afmæli Bjarka frænda og þáði brauðtertu og köku. Ekta sunnudagur!
Lærið sem sagt fór í pottinn kl 15 með nokkrum hvítlauksgeirum, rósmaríngreinum, sítrónubátum, skalottlaukum og salti og pipar. Stillti ofninn á 110°C og lét þetta allt malla í ofninum til kl 7. Kjötið var frábært, bráðnaði í munni og varla þurfti hníf til að skera það. Við höfðum ofnsteiktar kartöflur, sveppasósu og ORA baunir sem meðlæti.
Sveppasósu geri ég venjulega þannig:
steiki sveppi í smjöri þar til þeir eru farnir að brúnast og bæti þá vatni út í pottinn. Þá er kjötkrafti bætt út í og látið sjóða við vægan hita í 15-20 mín. Í lokin er rjóma bætt út í og sósujafnara(ef vill). Saltað og piprað eftir smekk.
Saturday, November 3, 2012
Villti kokkurinn, Zwilling og Sandeman
Úlli að gera sig kláran fyrir smakkið
Það var mikið fjör á miðnæturopnun sl fimmtudag og mikið um að vera í Búsáhöldum. Úlli bauð upp á kalkúnastrimla með grænmeti og klettakálspestói og við buðum einnig upp á Sandeman sérrí og súkkulaði. Mikið fjör og gaman!
Friday, October 26, 2012
Frábær smáréttur með fordrykknum
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er afar einfaldur, ferskur og flottur með góðu freyðivíni t.d. Faustino frá Spáni.
Hrámarineraður saltfiskur
400 g saltfiskur,roðhreinsaður og skorinn í litla bita
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
1/2 rauð paprika, smátt söxuð
1 msk. saxað ferskt basil
2 msk. graslaukur, smátt saxaður
safi af 1 sítrónu
1-2 msk. olía
pipar
Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli í 2-4 klst.
Setjið í lítil staup eða glös og dreyfið örlitlu sítrónumæjónesi yfir.
Sítrónumæjónes:
2-3 msk. mæjónes
rifinn börkur af sítrónu
1/2 msk. sítrónusafi
1/2 tsk. worchestershire-sósa
Hrámarineraður saltfiskur
400 g saltfiskur,roðhreinsaður og skorinn í litla bita
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
1/2 rauð paprika, smátt söxuð
1 msk. saxað ferskt basil
2 msk. graslaukur, smátt saxaður
safi af 1 sítrónu
1-2 msk. olía
pipar
Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli í 2-4 klst.
Setjið í lítil staup eða glös og dreyfið örlitlu sítrónumæjónesi yfir.
Sítrónumæjónes:
2-3 msk. mæjónes
rifinn börkur af sítrónu
1/2 msk. sítrónusafi
1/2 tsk. worchestershire-sósa
Subscribe to:
Posts (Atom)