cooking is life!
Friday, October 31, 2014
Thursday, October 30, 2014
Besta kryddið
Eitt mikilvægasta kryddið í eldhúsinu mínu er sítróna og jafnframt uppáhaldskryddið mitt. Ég reyni alltaf að velja fallegar og ,,vel vaxnar" sítrónur því þá get ég líka notað þær sem skraut á eldhúsborðinu.
Indversk áhrif
Indversk-ættaður kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn og svo er hann líka einstaklega einfaldur í framkvæmd. Hann höfðar til flestra því hann er ekki of sterkur og kókosmjólkin gefur honum mjúkt og gott bragð. Næst ætla ég svo að gera Murgh Makhani (smjörkjúkling) þegar ég er í stuði en hann er örlítið flóknari en þessi.
fyrir 4
2 msk. olía, til steikingar
2 msk. smjör, til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 tsk. Garam Masala
½-1 tsk. Túrmerik
1 kjúklingur, í bitum
kjúklingasoð
kókosmjólk
tómatþykkni
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað
Hitið olíu og smjör á pönnu við meðalhita og bætið Garam Masala og Túrmerik út í. Bætið þá lauk, hvítlauk og chili út í og látið malla við meðalhita í u.þ.b. 10 mín. Setjið þá kjúklingabitana út í og brúnið á öllum hliðum. Hellið kjúklingasoði, kókosmjólk og tómatþykkni saman við og blandið vel saman. Látið malla við meðalhita í u.þ.b. 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Smakkið til með salti og pipar og dreyfið að lokum söxuðu kóríander yfir. Berið fram með hrísgrjónum, naan-brauði og lárperu.
Tuesday, October 28, 2014
Einfalt er best
Pastaréttir eru ekki oft á borðum hjá mér en ef það gerist þá eru það yfirleitt ofureinfaldir og léttir réttir eins og þessi hér sem verða fyrir valinu. Gott hráefni er þá lykilatriði.
olía
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir og saxaðir
4-5 plómutómatar, saxaðir
1/2-1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
salt
pipar
(pínu sykur), má sleppa
parmesanostur, rifinn
basil, saxað
pasta, eftir smekk, soðið skv. leiðbeiningu á umbúðum
Hitið olíu á pönnu og steikið tómatana við meðalhita í 3-4 mín. Bætið þá hvítlauk og chili út í og látið malla áfram í 5-10 mín. Hrærið í af og til. Kryddið með salti og pipar. Á meðan þetta mallar sjóðið þá pastað skv. leiðbeiningum, Sigtið því næst vatnið frá og bætið tómatblöndunni út í. Blandið vel saman, Dreyfið parmesanosti og basiliku yfir. Berið fram með góðu brauði og fullt af nýrifnum parmesanosti!
Monday, October 27, 2014
Fiskisúpa
Í þessa súpu er tilvalið að nota það grænmeti sem til er í eldhúsinu og sérstaklega ef það er að renna út á tíma og orðið slappt. Hér er meginuppistaðan laukur, gulrætur og paprika.
fyrir 4
olía, til steikingar
2-3 gulrætur, skornar í strimla
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 paprika, skorin í bita
1/2 tsk. chili, þurrkað
1 tsk. paprikuduft
1 dós tómatar, maukaðir
vatn og fiskikraftur
1 lítil dós kókosmjólk
1-2 dl rjómi, eftir smekk (má sleppa)
nokkrir saffranþræðir, má sleppa
800 g fiskur eftir smekk, skorinn í bita, t.d. steinbítur, þorskur, ýsa , lax, rækjur
salt
pipar
kóríander, saxað
sítrónusafi, eftir smekk
Hitið olíu í potti. Steikið gulrætur, lauk, hvítlauk og papriku við meðalhita í 5 mín. og kryddið með chili og papriku. Hrærið í af og til. Bætið þá vatni og fiskikrafti út í ásamt tómötum og látið malla áfram í 15-20 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið þá kókosmjólk út í og rjóma. Látið suðuna koma upp og látið þá fiskinn út í ásamt saffrani. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mín. Stráið kóríander yfir og berið fram með snittubrauði.
Saturday, October 25, 2014
Gambas Pil-Pil
Frábær tapas-réttur eða forréttur fyrir hvítlauksunnendur!
500 g rækjur
olía
4-6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1-1/2 tsk. Bart Chili flakes
svartur nýmalaður pipar, ég nota lífrænan og Fairtrade vottaðan pipar frá Bart
fersk steinselja, söxuð
Setjið rækjurnar í eldfastar skálar eða diska og hellið olíu yfir. Skiptið þá hvítlauk og chili jafnt á milli skálanna og piprið eftir smekk. Stráið að lokum steinselju yfir. Bakið í 220°C heitum ofni í u.þ.b. 3-5 mín. Berið fram með snittubrauði.
Friday, October 24, 2014
Heimalagað guacamole
Það eru ár og dagar síðan ég keypti tilbúið guacamole í krukku.Finnst það einfaldlega ekki gott eftir að ég fór að laga það sjálf enda er það ótrúlega einfalt og fljótlegt. Svo veit maður nákvæmlega hvað er í því!
Guacamole (lárperumauk) er ekki bara gott með mexíkóskum réttum heldur er hægt að nota það á ótal vegu t.d.:
- ofan á hamborgara
- á samlokuna
- með reyktum laxi og rúgbrauði
3 litlar lífrænar lárperur (avókadó) (þessar í netinu)
safi úr einni límónu
1-2 msk. sýrður rjómi, 36%
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað
Stappið lárperuna og blandið öllu saman.
Subscribe to:
Posts (Atom)