Tuesday, October 28, 2014

Einfalt er best




Pastaréttir eru ekki oft á borðum hjá mér en ef það gerist þá eru það yfirleitt ofureinfaldir og léttir réttir eins og þessi hér sem verða fyrir valinu. Gott hráefni er þá lykilatriði.

olía
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir og saxaðir
4-5 plómutómatar, saxaðir
1/2-1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
salt
pipar
(pínu sykur), má sleppa
parmesanostur, rifinn
basil, saxað
pasta, eftir smekk, soðið skv. leiðbeiningu á umbúðum

Hitið olíu á pönnu og steikið tómatana við meðalhita í 3-4 mín. Bætið þá hvítlauk og chili út í og látið malla áfram í 5-10 mín. Hrærið í af og til. Kryddið með salti og pipar. Á meðan þetta mallar sjóðið þá pastað skv. leiðbeiningum, Sigtið því næst vatnið frá og bætið tómatblöndunni út í. Blandið vel saman, Dreyfið parmesanosti og basiliku yfir. Berið fram með góðu brauði og fullt af nýrifnum parmesanosti!

No comments:

Post a Comment