Monday, October 20, 2014

Grillaður grísahnakki í Berbere marineríngu


fyrir 2
3 sneiðar grísahnakki

Marinering:
2 tsk Berbere-blanda frá Bart
1 msk. olía
1-2 msk. sítrónusafi
1/2-1 tsk. Garlic salt frá Bart

Látið kjötið liggja í leginum í 1-2 klst. (yfir nótt ef það hentar) og snúið af og til.

Grillið á vel heitu grilli í 10 mín. á hvorri hlið.

Meðlæti

Ofnbakaðar sætar kartöflur:
1 stór sæt kartafla, skræld og skorin í bita
1 laukur, skorinn í bita
1 tsk. Nigella fræ, frá Bart
Chili-flakes, frá Bart, eftir smekk
olía
salt
Setjið kartöflur og lauk í eldfast mót. Dreyfið olíu yfir og kryddið með Nigella fræjum, chili og salti. Bakið við 180°C í u.þ.b. 20-30 mín. 

Gulrótarsalat:
3-4 rifnar gulrætur
2-3 msk. mæjónes, Helleman´s
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. sykur
Blandið öllu sama í skál og skreytið með Nigella-fræjum

Smjörsteiktir sveppir:
2 msk. smjör

1 askja sveppir
1 tsk. paprika frá Bart
Garlic salt frá Bart eftir smekk

Ef þið eigið avókadó þá fer það einstaklega vel með þessu. Skorið í bita og kryddað með sítrónusafa, salti og kóríander. 


No comments:

Post a Comment