Monday, October 27, 2014

Fiskisúpa




Í þessa súpu er tilvalið að nota það grænmeti sem til er í eldhúsinu og sérstaklega ef það er að renna út á tíma og orðið slappt. Hér er meginuppistaðan laukur, gulrætur og paprika.

fyrir 4

olía, til steikingar
2-3 gulrætur, skornar í strimla
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 paprika, skorin í bita
1/2 tsk. chili, þurrkað
1 tsk. paprikuduft
1 dós tómatar, maukaðir
vatn og fiskikraftur
1 lítil dós kókosmjólk
1-2 dl rjómi, eftir smekk (má sleppa)
nokkrir saffranþræðir, má sleppa
800 g fiskur eftir smekk, skorinn í bita, t.d. steinbítur, þorskur, ýsa , lax, rækjur
salt
pipar
kóríander, saxað
sítrónusafi, eftir smekk

Hitið olíu í potti. Steikið gulrætur, lauk, hvítlauk og papriku við meðalhita í 5 mín. og kryddið með chili og papriku. Hrærið í af og til. Bætið þá vatni og fiskikrafti út í ásamt tómötum og látið malla áfram í 15-20 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið þá kókosmjólk út í og rjóma. Látið suðuna koma upp og látið þá fiskinn út í ásamt saffrani. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mín. Stráið kóríander yfir og berið fram með snittubrauði.

No comments:

Post a Comment