Sunday, October 19, 2014

Baharat-blandan frá Bart er tær snilld á lambið!

Venjulega krydda ég lambakjöt með rósmaríni, pipar, salti og sítrónu en nú langaði mig að prófa eitthvað alveg nýtt á lambahrygginn. Það er reyndar mjög langt síðan ég hef eldað venjulegan hrygg (með brúnuðum, Ora og brúnni) og nú átti ég hálfan hrygg sem mig langaði að elda á alveg nýjan máta og taka smá séns. (Lambakjreyndar mjög erfitt að klúðra því venjulega er hráefnið það gott...)
Bart kryddin og kryddblöndurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef ekki notað annað krydd eftir að ég kynntist þessari frábæru línu. Mörg kryddin frá þeim eru lífræn og Fairtrade vottuð svo ekki spillir það fyrir.
Ég ákvað að prófa kryddblönduna þeirra,Baharat sem er blanda notuð mikið í mat í Mið-Austurlöndum. Blandan inniheldur m.a. kanil, negul, múskat og kardimommur sem lofar framandi bragði á hrygginn. Ég blandaði olíu, sítrónusafa og pínu salti saman við 1 msk. af Baharat í skál og hellti þessu síðan yfir hrygginn. Lét standa í u.þ.b. 1/2 klst. áður en kjötið fór í 190 g heitan ofn. Ég lækkaði síðan hitann þegar komin var smá litur á puruna. 

1 msk. Baharat kryddblanda frá Bart
1/2 dl olía
1/2 sítróna, safi og börkur
salt
pipar
Blandið öllu saman í skál og hellið yfir kjötið. Látið standa í 1/2-1 klst. Setjið í 190 heitan ofn í 20 mín. lækkið þá hitann í 160°C og eldið áfram í 30 mín. 
Berið fram með sætum kartöflum eða kús-kús. 

No comments:

Post a Comment