Friday, October 24, 2014

Heimalagað guacamole



Það eru ár og dagar síðan ég keypti tilbúið guacamole í krukku.Finnst það einfaldlega ekki gott eftir að ég fór að laga það sjálf enda er það ótrúlega einfalt og fljótlegt. Svo veit maður nákvæmlega hvað er í því! 
Guacamole (lárperumauk) er ekki bara gott með mexíkóskum réttum heldur er hægt að nota það á ótal vegu t.d.:
- ofan á hamborgara
- á samlokuna
- með reyktum laxi og rúgbrauði

3 litlar lífrænar lárperur (avókadó) (þessar í netinu)
safi úr einni límónu
1-2 msk. sýrður rjómi, 36%
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað 

Stappið lárperuna og blandið öllu saman. 

No comments:

Post a Comment