Thursday, October 30, 2014

Indversk áhrif


Indversk-ættaður kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn og svo er hann líka einstaklega einfaldur í framkvæmd. Hann höfðar til flestra því hann er ekki of sterkur og kókosmjólkin gefur honum mjúkt og gott bragð. Næst ætla ég svo að gera Murgh Makhani (smjörkjúkling) þegar ég er í stuði en hann er örlítið flóknari en þessi. 

fyrir 4
2 msk. olía, til steikingar
2 msk. smjör, til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 tsk. Garam Masala
½-1 tsk. Túrmerik
1 kjúklingur, í bitum
kjúklingasoð
kókosmjólk
tómatþykkni
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað

Hitið olíu og smjör á pönnu við meðalhita og bætið Garam Masala og Túrmerik út í. Bætið þá lauk, hvítlauk og chili út í og látið malla við meðalhita í u.þ.b. 10 mín. Setjið þá kjúklingabitana út í og brúnið á öllum hliðum. Hellið kjúklingasoði, kókosmjólk og tómatþykkni saman við og blandið vel saman. Látið malla við meðalhita í u.þ.b. 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Smakkið til með salti og pipar og dreyfið að lokum söxuðu kóríander yfir. Berið fram með hrísgrjónum, naan-brauði og lárperu.

No comments:

Post a Comment