Wednesday, October 22, 2014

Tilbrigði við Boeuf Bourguignon


Þessi frægi réttur sem margir kannast við frá Juliu Child er ekta vetrarmatur. Alltaf gaman að elda mat sem eldar sig sjálfur ef maður vill/þarf að nýta tímann í annað.


3-4 msk. olía
700 g nautagúllas
2-3 beikonsneiðar, skornar í bita
2 msk. tómatþykkni

3 bollar nautasoð, Oscar
½ flaska rauðvín, helst frá Búrgundy
2 lárviðarlauf
ferskt timían
svartur pipar
salt
smjör
4-5 skalottlaukar, saxaðir
1 askja sveppir, skornir til helminga


Hitið ofninn í 160°C. Hitið olíu í pottjárnspotti. Steikið gúllasbitana við meðalhita og snúið af og til þar til bitarnir eru brúnaðir á öllum hliðum. Takið þá úr pottinum og geymið. Brúnið því næst beikonbitana í sama potti. Hellið þá rauðvíni í pottinn ásamt nautakrafti, rauðvíni og tómatþykkni og látið krauma stutta stund. Bætið þá kjötinu út í pottinn ásamt lárviðarlaufi og tímían og blandið vel saman. Látið suðuna koma upp. Setjið því næst pottinn (með loki)í ofn. Á meðan steikið skallotlauk í smjöri og kryddið með timían og svörtum pipar. Steikið síðan sveppi í olíu. Takið pottinn úr ofninum og hellið lauk og sveppum út í. Steikið áfram í u.þ b. 2 klst. Berið fram með kartöflumús og brauði.

No comments:

Post a Comment