Saturday, October 25, 2014

Gambas Pil-Pil




Frábær tapas-réttur eða forréttur fyrir hvítlauksunnendur!


500 g rækjur
olía
4-6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1-1/2 tsk. Bart Chili flakes
svartur nýmalaður pipar, ég nota lífrænan og Fairtrade vottaðan pipar frá Bart
fersk steinselja, söxuð

Setjið rækjurnar í eldfastar skálar eða diska og hellið olíu yfir. Skiptið þá hvítlauk og chili jafnt á milli skálanna og piprið eftir smekk. Stráið að lokum steinselju yfir. Bakið í 220°C heitum ofni í u.þ.b. 3-5 mín. Berið fram með snittubrauði.

No comments:

Post a Comment