Friday, October 31, 2014
Thursday, October 30, 2014
Besta kryddið
Eitt mikilvægasta kryddið í eldhúsinu mínu er sítróna og jafnframt uppáhaldskryddið mitt. Ég reyni alltaf að velja fallegar og ,,vel vaxnar" sítrónur því þá get ég líka notað þær sem skraut á eldhúsborðinu.
Indversk áhrif
Indversk-ættaður kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn og svo er hann líka einstaklega einfaldur í framkvæmd. Hann höfðar til flestra því hann er ekki of sterkur og kókosmjólkin gefur honum mjúkt og gott bragð. Næst ætla ég svo að gera Murgh Makhani (smjörkjúkling) þegar ég er í stuði en hann er örlítið flóknari en þessi.
fyrir 4
2 msk. olía, til steikingar
2 msk. smjör, til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað
2 tsk. Garam Masala
½-1 tsk. Túrmerik
1 kjúklingur, í bitum
kjúklingasoð
kókosmjólk
tómatþykkni
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað
Hitið olíu og smjör á pönnu við meðalhita og bætið Garam Masala og Túrmerik út í. Bætið þá lauk, hvítlauk og chili út í og látið malla við meðalhita í u.þ.b. 10 mín. Setjið þá kjúklingabitana út í og brúnið á öllum hliðum. Hellið kjúklingasoði, kókosmjólk og tómatþykkni saman við og blandið vel saman. Látið malla við meðalhita í u.þ.b. 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Smakkið til með salti og pipar og dreyfið að lokum söxuðu kóríander yfir. Berið fram með hrísgrjónum, naan-brauði og lárperu.
Tuesday, October 28, 2014
Einfalt er best
Pastaréttir eru ekki oft á borðum hjá mér en ef það gerist þá eru það yfirleitt ofureinfaldir og léttir réttir eins og þessi hér sem verða fyrir valinu. Gott hráefni er þá lykilatriði.
olía
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir og saxaðir
4-5 plómutómatar, saxaðir
1/2-1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
salt
pipar
(pínu sykur), má sleppa
parmesanostur, rifinn
basil, saxað
pasta, eftir smekk, soðið skv. leiðbeiningu á umbúðum
Hitið olíu á pönnu og steikið tómatana við meðalhita í 3-4 mín. Bætið þá hvítlauk og chili út í og látið malla áfram í 5-10 mín. Hrærið í af og til. Kryddið með salti og pipar. Á meðan þetta mallar sjóðið þá pastað skv. leiðbeiningum, Sigtið því næst vatnið frá og bætið tómatblöndunni út í. Blandið vel saman, Dreyfið parmesanosti og basiliku yfir. Berið fram með góðu brauði og fullt af nýrifnum parmesanosti!
Monday, October 27, 2014
Fiskisúpa
Í þessa súpu er tilvalið að nota það grænmeti sem til er í eldhúsinu og sérstaklega ef það er að renna út á tíma og orðið slappt. Hér er meginuppistaðan laukur, gulrætur og paprika.
fyrir 4
olía, til steikingar
2-3 gulrætur, skornar í strimla
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 paprika, skorin í bita
1/2 tsk. chili, þurrkað
1 tsk. paprikuduft
1 dós tómatar, maukaðir
vatn og fiskikraftur
1 lítil dós kókosmjólk
1-2 dl rjómi, eftir smekk (má sleppa)
nokkrir saffranþræðir, má sleppa
800 g fiskur eftir smekk, skorinn í bita, t.d. steinbítur, þorskur, ýsa , lax, rækjur
salt
pipar
kóríander, saxað
sítrónusafi, eftir smekk
Hitið olíu í potti. Steikið gulrætur, lauk, hvítlauk og papriku við meðalhita í 5 mín. og kryddið með chili og papriku. Hrærið í af og til. Bætið þá vatni og fiskikrafti út í ásamt tómötum og látið malla áfram í 15-20 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið þá kókosmjólk út í og rjóma. Látið suðuna koma upp og látið þá fiskinn út í ásamt saffrani. Látið sjóða í u.þ.b. 5 mín. Stráið kóríander yfir og berið fram með snittubrauði.
Saturday, October 25, 2014
Gambas Pil-Pil
Frábær tapas-réttur eða forréttur fyrir hvítlauksunnendur!
500 g rækjur
olía
4-6 hvítlauksgeirar, saxaðir
1-1/2 tsk. Bart Chili flakes
svartur nýmalaður pipar, ég nota lífrænan og Fairtrade vottaðan pipar frá Bart
fersk steinselja, söxuð
Setjið rækjurnar í eldfastar skálar eða diska og hellið olíu yfir. Skiptið þá hvítlauk og chili jafnt á milli skálanna og piprið eftir smekk. Stráið að lokum steinselju yfir. Bakið í 220°C heitum ofni í u.þ.b. 3-5 mín. Berið fram með snittubrauði.
Friday, October 24, 2014
Heimalagað guacamole
Það eru ár og dagar síðan ég keypti tilbúið guacamole í krukku.Finnst það einfaldlega ekki gott eftir að ég fór að laga það sjálf enda er það ótrúlega einfalt og fljótlegt. Svo veit maður nákvæmlega hvað er í því!
Guacamole (lárperumauk) er ekki bara gott með mexíkóskum réttum heldur er hægt að nota það á ótal vegu t.d.:
- ofan á hamborgara
- á samlokuna
- með reyktum laxi og rúgbrauði
3 litlar lífrænar lárperur (avókadó) (þessar í netinu)
safi úr einni límónu
1-2 msk. sýrður rjómi, 36%
salt
pipar
ferskt kóríander, saxað
Stappið lárperuna og blandið öllu saman.
Wednesday, October 22, 2014
Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
Þessi frægi réttur sem margir kannast við frá Juliu Child er ekta vetrarmatur. Alltaf gaman að elda mat sem eldar sig sjálfur ef maður vill/þarf að nýta tímann í annað.
3-4 msk. olía
700 g nautagúllas
2-3 beikonsneiðar, skornar í bita
2 msk. tómatþykkni
3 bollar nautasoð, Oscar
½ flaska rauðvín, helst frá Búrgundy
2 lárviðarlauf
ferskt timían
svartur pipar
salt
smjör
4-5 skalottlaukar, saxaðir
1 askja sveppir, skornir til helminga
Hitið ofninn í 160°C. Hitið olíu í pottjárnspotti. Steikið gúllasbitana við meðalhita og snúið af og til þar til bitarnir eru brúnaðir á öllum hliðum. Takið þá úr pottinum og geymið. Brúnið því næst beikonbitana í sama potti. Hellið þá rauðvíni í pottinn ásamt nautakrafti, rauðvíni og tómatþykkni og látið krauma stutta stund. Bætið þá kjötinu út í pottinn ásamt lárviðarlaufi og tímían og blandið vel saman. Látið suðuna koma upp. Setjið því næst pottinn (með loki)í ofn. Á meðan steikið skallotlauk í smjöri og kryddið með timían og svörtum pipar. Steikið síðan sveppi í olíu. Takið pottinn úr ofninum og hellið lauk og sveppum út í. Steikið áfram í u.þ b. 2 klst. Berið fram með kartöflumús og brauði.
Monday, October 20, 2014
Berbere enn og aftur - nú í kjötbollur!
Þessi kryddblanda er algjör snilld en hún passar með nánast hvaða hráefni sem er. Nú er ég búin að prófa hana með kjúkling, svínakjöti og nú síðast í kjötbollur úr nautahakki.
500 g nautahakk
1 bolli brauðmylsna
1 egg
1 msk. Berbere kryddblanda frá Bart
1 tsk. paprika frá Bart
ferskt kóríander, saxað
1 dl grófsaxaður fetaostur
salt
pipar
Saffranmæjónes:
3 msk. mæjónes, Helleman´s
nokkrir saffranþræðir
1/2 msk. sítrónusafi
Grillaður grísahnakki í Berbere marineríngu
fyrir 2
3 sneiðar grísahnakki
Marinering:
2 tsk Berbere-blanda frá Bart
1 msk. olía
1-2 msk. sítrónusafi
1/2-1 tsk. Garlic salt frá Bart
Látið kjötið liggja í leginum í 1-2 klst. (yfir nótt ef það hentar) og snúið af og til.
Grillið á vel heitu grilli í 10 mín. á hvorri hlið.
Meðlæti
Ofnbakaðar sætar kartöflur:
1 stór sæt kartafla, skræld og skorin í bita
1 laukur, skorinn í bita
1 tsk. Nigella fræ, frá Bart
Chili-flakes, frá Bart, eftir smekk
olía
salt
Setjið kartöflur og lauk í eldfast mót. Dreyfið olíu yfir og kryddið með Nigella fræjum, chili og salti. Bakið við 180°C í u.þ.b. 20-30 mín.
Gulrótarsalat:
3-4 rifnar gulrætur
2-3 msk. mæjónes, Helleman´s
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. sykur
Blandið öllu sama í skál og skreytið með Nigella-fræjum
Smjörsteiktir sveppir:
2 msk. smjör
1 askja sveppir
1 tsk. paprika frá Bart
Garlic salt frá Bart eftir smekk
Ef þið eigið avókadó þá fer það einstaklega vel með þessu. Skorið í bita og kryddað með sítrónusafa, salti og kóríander.
Sunday, October 19, 2014
Baharat-blandan frá Bart er tær snilld á lambið!
Venjulega krydda ég lambakjöt með rósmaríni, pipar, salti og sítrónu en nú langaði mig að prófa eitthvað alveg nýtt á lambahrygginn. Það er reyndar mjög langt síðan ég hef eldað venjulegan hrygg (með brúnuðum, Ora og brúnni) og nú átti ég hálfan hrygg sem mig langaði að elda á alveg nýjan máta og taka smá séns. (Lambakjreyndar mjög erfitt að klúðra því venjulega er hráefnið það gott...)
Bart kryddin og kryddblöndurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef ekki notað annað krydd eftir að ég kynntist þessari frábæru línu. Mörg kryddin frá þeim eru lífræn og Fairtrade vottuð svo ekki spillir það fyrir.
Ég ákvað að prófa kryddblönduna þeirra,Baharat sem er blanda notuð mikið í mat í Mið-Austurlöndum. Blandan inniheldur m.a. kanil, negul, múskat og kardimommur sem lofar framandi bragði á hrygginn. Ég blandaði olíu, sítrónusafa og pínu salti saman við 1 msk. af Baharat í skál og hellti þessu síðan yfir hrygginn. Lét standa í u.þ.b. 1/2 klst. áður en kjötið fór í 190 g heitan ofn. Ég lækkaði síðan hitann þegar komin var smá litur á puruna.
1 msk. Baharat kryddblanda frá Bart
1/2 dl olía
1/2 sítróna, safi og börkur
salt
pipar
Blandið öllu saman í skál og hellið yfir kjötið. Látið standa í 1/2-1 klst. Setjið í 190 heitan ofn í 20 mín. lækkið þá hitann í 160°C og eldið áfram í 30 mín.
Berið fram með sætum kartöflum eða kús-kús.
Subscribe to:
Posts (Atom)